Spurt og svarað

Takk er skemmtilegt vildarsamfélag í appi þar sem þú færð einfaldlega meira til baka.
Þú safnar Takk krónum (tkr) þegar þú verslar Takk merktar vörur í Bónus, Hagkaup og Eldum rétt sem þú getur síðan notað í næstu búðarferð. Í Takk appinu er einnig að finna fjölbreytt tilboð, til dæmis hjá Lemon, Grill 66 og Glans, auk skemmtilegra leikja og viðburða.

Afslættir í vildarsamfélaginu eru kallaðir Takk krónur (tkr) og vildarvinir geta áunnið sér (tkr) þegar valdar vörur eru verslaðar hjá Hagkaup, Bónus og Eldum rétt. Ein Takk króna (tkr) jafngildir einni íslenskri krónu (ISK) í verðgildi þegar hún er notuð í verslunum Bónus og Hagkaup.

Takk vörur koma inn vikulega og þú safnar Takk krónum af þeim. Gildistími tilboða stendur á vörunni í appinu.

Í verslun auðkennir þú þig á posa með Takk kortinu þínu við kaup á Takk merktum vörum. Takk kortið færðu í veskið í símanum þínum úr Takk appinu.

Sjálfsafgreiðslukassar: Í verslunum Bónus og Hagkaups eru skýrar leiðbeiningar á kössunum en þú auðkennir þig með því að;

1.) Smella á Takk merkið á kassa ("Innskrá"). Þetta má gera hvenær sem er í kaupferlinu fyrir greiðslu.

2.) Leggja símann að posanum og skráir þig þannig inn með Takk kortinu þínu.


Kassi með starfsmanni:

1.) Starfsmaður virkjar Takk á posa.

2.) Þú leggur símann að posanum og skráir þig þannig inn með Takk kortinu þínu.

Í netverslunum þarft þú að tengja Takk aðganginn þinn einu sinni við notandann þinn á Hagkaup.is og Eldumrett.is með rafrænum skilríkjum;

1.) Þú sækir Takk appið og skráir þig inn í Takk

2.) Þú smellir á Takk merkið upp í hægra horni vefsíðunnar og velur "Tengja Takk aðgang"

3.) Þú auðkennir þig með rafrænum skilríkjum og þá hefur þú tengt aðganginn þinn

Athuga að þetta þarftu einungis að gera einu sinni og þá getur þú safnað Takk krónum af framtíðar kaupum þegar þú ert skráð/ur inn á vefinn.